Lög félagsins
Lög Hestamannafélagsins Sóta
1.gr.
Nafn félagsins er Sóti. Heimili þess og varnarþing er á Álftanesi, Garðabæ.Félagið er aðili að Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK), Landssambandi hestamannafélaga (LH) og hestaíþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og lýtur lögum þeirra og reglum.
2.gr
Markmið félagsins er :1. Að stuðla að góðri meðferð hesta og efla áhuga og þekkingu fólks á kostum þeirra.2. Að bæta aðstöðu félagsmanna til þess að stunda útreiðar, hestaíþróttir og annað það er að hestamennsku lýtur
3.gr
Félagsmenn geta allir orðið er áhuga hafa á hestum og eru reiðubúnir að hlíta samþykktum félagsins. Umsókn skal vera skrifleg og leggjast fyrir stjórn, sem tekur ákvörðun um hvort umsækjandi fái inngöngu í félagið.
4.gr
Félagsmaður sem ekki stendur í skilum við félagið hefur ekki atkvæðisrétt á fundum og er stjórn heimilt að víkja félagsmanni úr félaginu, ef hann skuldar tveggja ára gjöld til félagsins.
5.gr
Stjórn félagsins skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari,gjaldkeri og meðstjórnandi. Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi. Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn. En aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára þannig að hvert ár eru kosnir tveir stjórnarmenn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti. Hætti stjórnarmaður af einhverjum ástæðum á fyrra ári kjörtímabils síns, skal á næsta aðalfundi kjósa stjórnarmann í hans stað til eins árs.
Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo varamenn stjórnar og er kjörtímabil þeirra eitt ár. Kosning formanns, stjórnar og varamanna skal vera skrifleg.Formaður er framkvæmdarstjóri félagsins. Hann stjórnar fundum nema annar sé til þess kosinn, boðar til funda og auglýsir fundarefni. Ritari geymir bækur og skjöl félagsins og ritar gjörðabók á fundum. Gjaldkeri hefur fjárreiður félagsins og annast innheimtu. Honum ber að ávaxta fé félagsins og greiða skuldir félagsins í samráði við formann. Ársreikningar skulu miðast við rekstrarárið á milli aðalfunda. Stjórnarfundur er lögmætur, ef minnst 3 stjórnarmenn séu mættir á fundi, sem til hefur verið boðað á tryggilegan hátt.
6.gr
Stjórn félagsins boðar félagsfundi svo oft sem þurfa þykir. Sama er ef minnst 10 félagar sækja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Fundir skulu boðaðir með minnst tveggja daga fyrirvara með auglýsingu til félagsmanna á vefsíðu félagsins eða öðrum miðlum þannig að sem flestir félagar móttaki upplýsingarnar.Fundur er lögmætur ef til hans er boðað, og ekki er vitað um almenn forföll að mati félagsstjórnar.
7.gr
Aðalfund skal halda í nóvember eða desember ár hvert og skal til hans boða á sama hátt og segir í 6.gr , en þó með minnst viku fyrirvara.Dagskrá aðalfundar er:
1. Stjórn leggur fram yfirlitsskýrslu um störf félagsins á árinu.
2. Framlagðir til samþykktar skoðaðir reikningar félagsins fyrir umliðið ár.
3. Kosning formanns, stjórnar og varastjórnar
4. Kosning skoðunarmanns og annar til vara
5. Kosning í nefndir sem aðalfundur ákveður að skuli starfa á vegum félagsins.
6. Kosning fulltrúa á þing þeirra sambanda sem félagið er aðili að.Kosningaréttur og kjörgengi í þessu tilviki er bundinn við félagsmenn 16 ára og eldri
7. Ákvörðum um árgjald félaga8. Önnur mál er félagið varðar.
8.grLögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi sem löglega hefur verið til boðað og lagabreytinga getið í fundarboði. Þurfa 2/3 þeirra sem atkvæði greiða að samþykkja lagabreytinguna.
9.grStjórn félagsins er óheimilt að kaupa fasteignir, selja fasteignir félagsins eða hefja byggingu þeirra nema samþykki lögmæts félagsfundar komi til. Ef stjórn hyggist beita samþykki fundar fyrir slíkri ráðstöfun, skal geta þess í fundarboði.
10.grEf um ræðir að leysa félagið upp, verður það að gerast á lögmætum aðalfundi þar sem mættir eru a.m.k. 3/5 félagsmanna. Tillögur þar að lútandi skal getið í fundarboði og hljóta sömu meðferð og lagabreytingar sbr.8.gr.