1 vetrarleikar Sóta 2025 fóru fram síðastliðinn laugardag 1.febrúar.
Keppt var í tveimur flokkum, 17 ára og yngri og 18 ára og eldri. Þáttaka var nokkuð góð og skemmtilegt að segja að yngsti keppandinn var 13 ára og sá elsti 70 ára. Keppendur spreyttu sig í þrautabraut og var markmiðið að fara hana á sem skemmstum tíma og með sem fæst refsistig.
Úrslit fóru þannig:
18 ára og eldri
1.sæti: Valdís Anna Valdimarsdóttir og Refur frá Dýrfinnustöðum. Tími: 2,08
2.sæti: Sigurjón Einar og Ýmir frá Ytrahóli. Tími: 2,14
3.sæti: Ella Mey Ólafsdóttir og Þórunn frá Sveinskoti. Tími: 2,15
4.sæti: Sæbjörg Einarsdóttir og Óskar frá Lækjarteig. Tími: 2,43
5.sæti: Steinunn Guðbjörnsdóttir og Hugur frá Eystri-Hól. Tími: 2,46
6.sæti: Ari Sigurðsson og Glóblesi frá Halakoti. Tími: 2,51
17ára og yngri
Ásdís Freya Andradóttir og Dögg frá Höfðaströnd. Tími: 2,44
Comentários