Það verður nóg í boði í vetur ef félagsmenn vilja sækja sér meiri þekkingu. Á mánudögum munu Hinrik Sigurðsson og Þorvaldur Árni vera til skiptis þ.e.a.s. 7-8 tíma námskeið í formi einkakennslu sem verður sniðin af hverjum nemanda. Ylfa Guðrún mun einnig koma með helgarnámkeið í mars en hún hefur getið sér gott orð sem reiðkennari m.a. í Reiðmanninum. HorseDay mun verða með kynningu á Horse Day appinu og stefnt er á fleiri helgarnámskeið eftir því hvað Sótafélagar hafa áhuga á. Þetta verður allt nánar auglýst eftir jól og sett í Sport Abler þannig að félagsmenn geta farið að hlakka til!
Frétt frá fræðslunefnd
loa720
Updated: Jan 13
Comentarios