Vetrarleikar 2 fara fram í reiðhöll Sóta laugardaginn 8. mars n.k. og hefjast þeir kl. 13:00

Að þessu sinni er keppt í grímutölti eftir T7.
Riðið er hægt tölt, hægt niður á fet, skipt um hönd og riðið á frjálsri ferð á tölti.
Keppendur eru hvattir til þess að mæta í búningi af því að búningurinn einn og sér tvöfaldar stig keppandans.
Það er því til mikils að vinna en einnig verða 2 auka stig veitt fyrir flottasta búninginn!
Það eru nokkrir dagar til stefnu en skráningin verður opin til miðnættis miðvikudaginn 5. mars og fer fram í linknum hér að neðan.
Comments