top of page

Helgarnámskeið með Ylfu Guðrúnu

Writer: SotiSoti

Fræðslunefnd auglýsir helgarnámskeið með reiðkennaranum Ylfu Guðrúnu Svavarsdóttir sem er Sóta félögum að góðu kunn þar sem hún hefur komið oft og keppt hjá okkur. 


Hún er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og getið sér mjög gott orð sem reiðkennari m.a. í Reiðmanninum. Ylfa mun leggja áherslu á að bæta samspil knapa og hests og sýna okkur leiðir til að auka fjölbreytni í þjálfun. 




Námskeiðið er föstudaginn 28 feb frá kl. 17:00  og laugardaginn 1 mars frá kl. 10:00, hægt er að bóka annað hvort para-eða einstaklingstíma. 


Verð er einungis 10.000.- per mann ef paratímar en 20.000.- ef einstaklingstímar. 


Hægt verður að bóka og greiða í gegnum Sport Feng en til að átta okkur á hvort fólk vill vera í para eða einstaklingstíma þá væri gott að svara þessari könnun fyrst:


Hvort vilt þú vera í ?

  • Einstaklingstíma

  • Paratíma





 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Instagram

Mýrakot 225 Álftanes

Höfundaréttur 2024 Hestamannafélagið Sóti

bottom of page