top of page

Stjórnartíðindi Nr.1 2025

Writer: SotiSoti

Þessi liður er nýr á heimasíðu Sóta en hér mun reglulega vera sett inn tíðindi frá Stjórninni.


Vonum að félagsmenn taki vel í þetta. 


Hvað er stjórn Sóta að bralla?


Formaður og ritari fóru nýlega á fund með Almari bæjarstjóra og spjölluðu þau vítt og  breytt um starfsemi Sóta og lagfæringar á svæðinu. Eins og áður eru Garðbæingar ánægðir með að hafa hestamannafélag inn í miðri byggð og ætla svo sannarlega að hafa það þar áfram.  Rætt var um frágang verktakana sem eru að byggja við hliðina á okkur t.d. varðandi mönina, frárennsli ofl.  Einnig voru viðraðar hugmyndir um stækkun á félagshúsi, félagshesthús við hliðina á reiðhöllinni, æskulýðsstarf ofl. Ný stjórn hlakkar til að vinna áfram með Garðabæ að uppbyggingu hjá Sóta.

 

Stefnt er á að koma speglum inn í reiðhöllina sem fyrst en verið er að útfæra hvernig best væri að setja það upp og skoða aðrar reiðhallir. Reiðhallarnefndinni eru þökkuð vel unnin störf að laga gólfið allar helgar en Valdimar á mestan heiðurinn af því.  En öllum er heimilað að bleyta gólfið þegar hentar – tekur ca 15 min!

 

Reiðveganefnd vinnur áfram í að fá að bera í útivistarstíga á Bessastaðanesi í samvinnu við nefnd um friðun Bessastaða. Stefnt er að því að halda fund með nefndinni á næstunni til að útfæra verkefnið betur.og sótti nýverið um meira reiðvegafé. Vonandi mun Garðabær laga bakkana sem fyrst eftir óveðrið um daginn. 

 

Stóra fína skiltið sem er inn í reiðhöll verður sett upp við endann á stóra gerðinu – vonandi verður það gert sem allra fyrst.

 

Búið er að senda út félagsgjöld og reiðhallargjöld til félagsmanna og vonumst við eftir að félagsmenn greiði sem fyrst, það gerir lífið bara auðveldara.

 

Eins og flestir hafa tekið eftir er komin ný heimasíða og einnig eru nú öll gögn geymd á sameiginlegur skýi. Sóti hefur einnig fengið nýtt netfang soti@soti.is

 

Við viljum hvetja félagsmenn að senda inn hugmyndir / fyrirspurn af einhverju sem stjórnin þarf að taka fyrir. Tökum öll þátt í að gera félagið enn betra.  




 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Instagram
  • Youtube

Mýrakot 225 Álftanes

Höfundaréttur 2024 Hestamannafélagið Sóti

bottom of page