top of page

Almennar upplýsingar

Reiðhöll Sóta er opin á milli 08:00 til 23:00 alla daga vikunnar fyrir skuldlausa félagsmenn í Sóta gegn greiðslu árgjalds.

Eftir klukkan 17:00 á virkum dögum á reiðhöllin að vera opin félagsmönnum til æfinga og þjálfunar og er þá ekki leigð út til annarra viðburða. Undantekningar frá því gætu þó verið viðburðir á vegum félagsins eins og mót, sýningar, námskeið og kennsla. Skal þess gætt að slíkt sé auglýst hér á vef Sóta.

 

Stjórn Sóta sér um skipulagningu og bókun á tímum. ​Notendur eru hvattir til að kynna sér reglur reiðhallarinnar og helstu reiðleiðir á reiðvöllum.Þeir félagsmenn sem ætla að nýta reiðhöllina eru beðnir um að senda tölvupóst á hestamannafelagidsoti@gmail.com með nafni og kennitölu iðkanda.

Ef iðkandi er unglingur þarf að auki að koma fram nafn og kennitala greiðanda.Iðkendur fá afhentan aðgangslykil að reiðhöllinni til eigin afnota.

 

Lyklagjald er kr 3.000.- sem endurgreiðist þegar lykli er skilað, t,d, ef iðkandi endurnýjar ekki árgjaldið sitt.

Verðskrá Árgjald fyrir 2023:

Fullorðnir (18 ára og eldri) kr. 15.000,-

14 til 17 ára kr. 7.500,-

13 ára og yngri eru gjaldfrjálsir en verða að vera í fylgd með fullorðnum einstaklingi sem er skuldlaus félagsmaður í Sóta.

Gjald fyrir tíma til einkakennslu/þjálfunar (reiðhöllin lokuð öðrum iðkendum). 30 mín. kr. 2.500, 60 mín. kr. 3.900,-

Félagar í Sóta er heimilt að njóta leiðsagnar í einstaklingskennslu á opnum tíma („úr stúku“ með hljóðnema) án þess að lokað verði fyrir notkun annarra á sama tíma.​

 

Almennar reglur í reiðhöll Sóta:

 

  • Knöpum er skylt að nota reiðhjálma og skulu sýna kurteisi, tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.

  • Knöpum ber að hreinsa upp eftir hesta sína og eru verkfæri til þess staðsett í reiðsal.

  • Lausaganga hunda og reykingar eru bannaðar.

  • Iðkendur og gestir eru á eigin ábyrgð.

  • Börn undir 18 ára aldri eru á ábyrgð forráðamanna.

  • Teymið inn og út úr reiðhöllinni og látið aðra vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inn á miðjum vellinum en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.

  • Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð.

  • Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.

  • Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar þegar aðrir eru í salnum.

  • Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.

  • Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð.

  • Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.

  • Hringtaumsvinna fer engan veginn saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið.

  • Knapi skal forðast óþarfa hávaða t.d með pískhljóðum sem gætu truflað aðra knapa.

  • Ekki skal æfa stökk þegar fleiri en 1 eru á vellinum.

  • Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.

  • Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.

  • Reiðkennsla niðri á gólfi er bönnuð í opnum tímum.​

  • Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar inni.

  • Facebook
  • Instagram

Mýrakot 225 Álftanes

Höfundaréttur 2024 Hestamannafélagið Sóti

bottom of page